Atvinnutækifæri hjá Icepharma

Hér er hægt að sækja um auglýst störf eða leggja inn almenna atvinnuumsókn.

Icepharma er rótgróið þekkingarfyrirtæki með um eitt hundrað ára sögu. Kjarninn í starfsemi okkar er að auka lífsgæði með öflugu framboði af heilsueflandi vörum.

Starfsfólk Icepharma býr yfir yfirgripsmikilli reynslu og þekkingu varðandi lyf, lækningar, hjúkrun, endurhæfingu, íþróttir, hreyfingu og heilsueflandi neytendavörur. Hjá fyrirtækinu starfa um 100 manns við sölu og markaðssetningu, sérfræðiráðgjöf og þjónustu.

Starfsemi Icepharma einkennist af umhyggju gagnvart viðskiptavinum okkar, starfsfólki, fjárfestum og því samfélagi sem við störfum í. Til að viðhalda þessum starfsanda reiðum við okkur á þrjú sameiginleg gildi í daglegu starfi:

Ábyrgð – Gleði – Metnaður

Um Icepharma

Starfsandinn einkennist af krafti, keppni og áræðni en einnig gleði og ánægju. Við bjóðum upp á heilsusamlegt og hvetjandi starfsumhverfi, gott skipulag og leggjum áherslu á jákvæðni og virðingu til að efla samhug meðal starfsmanna.

Icepharma leitast við að gera starfsfólki kleift að viðhalda vinnuskipulagi sem hentar bæði skyldum þess við fyrirtækið og fjölskyldu.

  • Störf í boði