Viðskiptastjóri á Lyfjasviði (Key Account Manager)

Icepharma leitar að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í spennandi starf.

Um er að ræða u.þ.b. 12 mánaða tímabundna ráðningu með möguleika á framlengingu.

 

Viðskiptastjóri á Lyfjasviði (Key Account Manager)

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Kynningar á lyfjum og myndun viðskiptatengsla við lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk
 • Þátttaka í og skipulagning funda og ráðstefna hérlendis, erlendis og rafrænt
 • Markaðsgreiningar og áætlanagerð
 • Samskipti við erlenda birgja
 • Gerð lyfjaauglýsinga og markaðsefnis

 

Hæfnikröfur:

 • Háskólamenntun í heilbrigðisgreinum
 • Reynsla af sölu- og markaðsstarfi, viðskiptastjórn og sölu heilbrigðisvara eða lyfja
 • Frumkvæði, fagmennska og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Jákvæðni, framúrskarandi færni og áhugi á mannlegum/rafrænum samskiptum og tengslamyndun
 • Hæfileikar til og ánægja af að vinna kappsamlega, sjálfstætt og skipulega að skýrum markmiðum
 • Hæfileikar til og áhugi á að setja sig inn í flókið fræðilegt efni
 • Mjög góð færni í miðlun upplýsinga í ræðu og riti
 • Gott vald á íslensku og ensku

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bessi H. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Lyfjasviðs Icepharma, bessi@icepharma.is.

Icepharma er í fararbroddi á íslenskum heilbrigðis- og neytendamarkaði. Kjarninn í starfsemi okkar er að auka lífsgæði með öflugu framboði af heilsueflandi vörum. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 100 manns við sölu og markaðssetningu, sérfræðiráðgjöf og þjónustu. Við leggjum áherslu á metnað, frumkvæði, gleði og svigrúm starfsfólks til að vaxa og þróast í starfi.

 

Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá ásamt kynningarbréfi. Umsóknarfrestur er til 25. október 2020.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um störf hjá Icepharma.

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og í samræmi við lög um meðferð persónuupplýsinga.