Grafískur hönnuður

Grafískur hönnuður

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Grafísk hönnun, umbrot, uppsetning og textavinnsla fyrir auglýsingaefni, bæklinga o.fl.
 • Hönnun á auglýsingaefni fyrir vef- og samfélagsmiðla
 • Hönnun á efni fyrir vörumerkjasíður og vefverslanir
 • Markaðsstarf og hugmyndavinna með stafrænu teymi
 • Virk þátttaka í þróun á vefsíðum og vefhönnun
 • Virk þátttaka í þróun á öðrum stafrænum miðlum Icepharma
 • Hugmyndavinna og samskipti við aðrar deildir og svið innan fyrirtækisins

 

Hæfnikröfur:

 • Menntun í grafískri hönnun eða sambærilegt nám
 • Góð reynsla af hönnunarforritum
 • Reynsla af auglýsingagerð og hönnun fyrir stafræna miðla
 • Menntun eða reynsla af ljósmyndun er kostur
 • Mjög góð færni í íslensku
 • Jákvæðni og framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
 • Þjónustulund, fagmennska og frumkvæði

 

 

Um er að ræða 60% starf, vinnutími eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar um starfið veita Stefanía Þórisdóttir, hönnunarstjóri, stefania@icepharma.is og Trausti Þór Karlsson, sölu- og markaðsstjóri stafrænna miðla, trausti@icepharma.is.

Icepharma er í fararbroddi á íslenskum heilbrigðis- og neytendamarkaði. Kjarninn í starfsemi okkar er að auka lífsgæði með öflugu framboði af heilsueflandi vörum. Hjá fyrirtækinu starfa um 100 manns við sölu og markaðssetningu, sérfræðiráðgjöf og þjónustu. Við leggjum áherslu á metnað, frumkvæði, gleði og svigrúm starfsfólks til að vaxa og þróast í starfi.

 

Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá ásamt kynningarbréfi.

 

Öll kyn eru hvött til að sækja um störf hjá Icepharma.

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og í samræmi við lög um meðferð persónuupplýsinga