Afgreiðslustarf í H Verslun

H Verslun leitar að öflugum starfskrafti

 

Við leitum að hressum, duglegum og þjónustu-/söludrifnum einstaklingi í fullt starf

við afgreiðslu í verslun okkar að Lynghálsi 13.

 

Æskilegt væri að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.

 

Verkefni og ábyrgð:

 • Almenn afgreiðsla í verslun og þjónusta við viðskiptavini
 • Áfyllingar og frágangur á vörum
 • Önnur tilfallandi verkefni.

 

 

Hæfnikröfur:

 • Fagleg framkoma og framúrskarandi þjónustulund
 • Jákvæðni og góð samskiptahæfni
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Stundvísi
 • Geta unnið undir álagi
 • Reynsla af verslunarstörfum kostur
 • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
 • Viðkomandi þarf að vera 20 ára eða eldri

 

Um Icepharma

Icepharma er í fararbroddi á íslenskum heilbrigðis- og neytendamarkaði. Kjarninn í starfsemi okkar er að auka lífsgæði með öflugu framboði af heilsueflandi vörum. Hjá fyrirtækinu starfa um 80 manns við sölu og markaðssetningu, sérfræðiráðgjöf og þjónustu.

 

Umsóknarfrestur er til og með 28. júní 2021.

 

Við hvetjum duglegt og metnaðarfullt fólk til að sækja um, óháð kyni.

 

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og í samræmi við lög um meðferð persónuupplýsinga.